131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:53]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Þingenn Samfylkingarinnar bera þessa tillögu stjórnarandstöðunnar uppi. Þeir eru þá ósammála ummælum oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur sem hann viðhafði á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir viku hvar hann sagði helst eiga að leggja Jöfnunarsjóð sveitarfélaga niður, varaði við auknu fjármagni í hann og taldi starfsemi hans einkennast af sjóðasukki.

Það er út af fyrir sig vel að sjá þetta hér, hæstv. forseti, en tillagan er ótímabær. Ríki og sveitarfélög ræða nú tekjuskiptinguna og sú vinna er á réttu róli. Rétt er að gefa nefnd þeirri sem um málið fjallar frið til að setja fram rökstuddar tillögur í málinu, ekki órökstuddar eins og þá sem hér er borin fram. Ég segi nei.