131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:17]

Hjálmar Árnason (F):

Virðulegur forseti. Hér er verið að afgreiða fjárlög með um og yfir 10 milljarða kr. greiðsluafgangi. Hér er verið að leggja áframhaldandi grunn og sýna trausta efnahagsstjórn. Hér er áfram verið að leggja grunninn að aukningu kaupmáttar og stefnir í að kaupmáttur á 10 ára tímabili muni aukast um 55% sem er líklega heimsmet. Hér er áfram verið að styrkja velferðarkerfið, hér er verið að leggja grunn að lækkun skatta og hækkun barnabóta. Hér er verið að bæta húsnæðiskerfi. Það er verið að auka ráðstöfunartekur fólksins í landinu um tugi ef ekki hundruð þúsunda króna á hverju ári. Þetta eru með öðrum orðum glæsileg fjárlög og það er von að hv. stjórnarandstaða nöldri. Ég segi já.