131. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[15:54]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er hv. þingmaður kominn inn á svið sem ég þekki ekki mjög vel þar sem það mun líklega heyra undir umhverfisráðherra frekar en einhvern annan ráðherra, t.d. félagsmálaráðherra sem fer með sveitarstjórnarmál. Ég ætla ekki að reyna að svara þessum spurningum.

Ég ætla hins vegar að ítreka að þetta frumvarp er fyrst og fremst formbreyting. Það er önnur nálgun á málefninu heldur en er í gömlu vatnalögunum frá 1923 sem var jákvæð nálgun. Það er formbreytingin sem er aðalatriðið í þessu frumvarpi sem við erum að fjalla um núna en ekki annað, að mínu mati.