131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Um fundarstjórn.

[15:42]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil vekja athygli hv. þingmanns á að óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru ekki á dagskrá fundarins á morgun.

Mér finnst hins vegar sjálfsagt að taka upp á næsta fundi með formönnum þingflokka þessa formlegu fyrirspurn sem til mín er beint frá einum af þingmönnum Samfylkingarinnar, að réttur þingmanna til að taka til máls skuli vera hlutfallslegur.