131. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2005.

Stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur.

399. mál
[16:12]

Frsm. iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að lýsa mig ósammála málflutningi hv. þm. Margrétar Frímannsdóttur um það að hæstv. ráðherrar fjármála og iðnaðar hafi boðað það að Landsvirkjun yrði einkavædd. Það er beinlínis rangt að það hafi verið boðað fortakslaust að Landsvirkjun yrði seld. Það er ekki réttur málflutningur.