131. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2005.

Endurheimt votlendis.

532. mál
[14:07]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir hreyfir hér afar miklu og mikilvægu máli og undirtektir hæstv. landbúnaðarráðherra voru ágætar. Það var í sjálfu sér stefnumörkun að kalla verkefnið Endurheimt votlendis er gríðarlega þýðingarmikil stefnumörkun til að vinna að og sýnir bæði hugarfar og ímynd sem verið er að takast á við.

Ég hvet hæstv. landbúnaðarráðherra til þess að skrifa sveitarstjórnum sem vinna að skipulagsmálum þannig að þær hugi að því á heimavelli hvernig taka megi á þessum málum hjá sér. Þegar verið er að gera framtíðarskipulag um landnot og landnýtingu sé hugað að votlendismálunum, hvaða votlendi beri að varðveita, hvaða votlendi sé hægt að endurheimta. Mér finnst þessi málaflokkur vel kominn hjá ráðherra, sérstaklega ef hann beitir sér vel og af enn meira afli eins og hann lét hér að liggja að hann mundi gera.