131. löggjafarþing — 83. fundur,  3. mars 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[14:46]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er svo sem sama spurningin og sama tuggan hjá virðulegum hv. þingmanni.

Varðandi síðan rannsóknirnar, að við ættum að hafa þær á einum stað til að geta keppt við rannsóknaverkefni erlendis, má það kannski satt vera en með því gífurlega aukna fjármagni sem er verið að setja í rannsóknir held ég að það sé rúm fyrir fleiri en einn háskóla til að stunda þær.

Það er oft sagt í þessu að betur sjá augu en auga og því fleiri sem koma að þessu, vísindamenn, því betra. Það er ekki verið að tala um að breiða stofnanir út um allt Ísland en við erum að tala um að þessi formun sem er á háskólasamfélaginu á Íslandi í dag sé afar góð, held ég.