131. löggjafarþing — 84. fundur,  7. mars 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

215. mál
[18:45]

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála því að þetta er ógrynni reglugerða og ótrúlegt að þegar farið er inn á vef Stjórnarráðsins á sviði laga og sjávarútvegslaga eru reglugerðirnar 311. Ég tel mjög eðlilegt að við tökum málið upp í nefndinni og óskum eftir að farið verði í gegnum þetta. En nefndin gerði ekki mikið meira næsta hálfa árið ef hún ætlaði sjálf að fara í gegnum allar reglugerðirnar. Það er betra að láta fagmennina um það. Málið verður tekið fyrir á fimmtudaginn og í framhaldinu sett í einhvern ákveðinn farveg.