131. löggjafarþing — 87. fundur,  10. mars 2005.

Sala kristfjárjarðarinnar Utanverðuness.

504. mál
[13:41]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við því er séð þar sem við erum með legat sem hirðir arð af jörðinni og fær andvirðið og hér er væntanlega um það að ræða að söluverðið verður ekki undir verðmæti jarðarinnar. Það er ákveðið legat sem er skipað af sýslumönnum minnir mig og kirkjunni, (Gripið fram í: Próföstum.) próföstum, sem sér um þessar eignir Jesú Krists á jörðinni. Svo er alkunna að hann mun snúa aftur.