131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

3. fsp.

[15:27]

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Kannski er ástæðan fyrir því að ekki hefur gengið jafnvel og skyldi í Norðvesturkjördæmi hvað varðar framkvæmdir sem tengjast byggðamálum sú hvað hæstv. ráðherra er ánægður með sig. Ég veit ekki til þess að þar hafi verið í gangi neitt sérstakt átak í þeim efnum og hæstv. ráðherra forðaðist að svara spurningu minni um það hvort svigrúm væri til þess að fara í eitthvert átak sem hlyti að vera tengt vegamálum ef það ætti að vera einhver veigur í því fyrir þetta svæði. Ég fer fram á að hæstv. ráðherra svari því skýrar á eftir hvort hann ætli að beita sér fyrir því og hvort ekki eigi að ganga eftir því að staðið verði við þær yfirlýsingar sem hæstv. forsætisráðherra gaf hvað þessi málefni varðar.