131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

Ríkisútvarpið sf.

643. mál
[21:43]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Maður nokkur sótti um starf fréttastjóra hjá RÚV og fékk samkvæmt lögum. Hann guggnaði fyrir óvenju mögnuðu einelti starfsmanna og hefur sjaldan verið tekið með eins harkalegum hætti á móti nýjum starfsmanni hjá neinu fyrirtæki. Var hann iðulega orðaður við Framsóknarflokkinn án sannana.

Telur hv. þingmaður að stuðningur óbreytts framsóknarfólks við RÚV og fyrirliggjandi frumvarp sé enn jafndyggur eða gætu sumir verið farnir að hallast að hugmyndum um að selja RÚV, sérstaklega þegar fréttir RÚV af áðurnefndum atburðum síðustu vikna eru skoðaðar? (Gripið fram í.)