131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

Ríkisútvarpið sf.

643. mál
[23:10]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég legg til að við tökum umræðu um þetta mál. Hér erum við að tala inn í sjónvarpsvélar og inn í þingtíðindin og ég legg til að við tökum um það rækilega umræðu hvernig lífeyrisréttindum þingmanna og ráðherra er fyrir komið og hvaða breytingar voru innleiddar með frumvarpinu sérstaklega gagnvart ráðherrum sem njóta réttinda langt umfram það sem gerist í þjóðfélaginu almennt.