131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[21:13]

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson bar fram eina sanngjarna kröfu, eins og hann orðaði það, að hætt verði við þá áætlun sem hér gerir ráð fyrir að byggð verði samgöngumiðstöð í Reykjavík. Ég get sagt hv. þingmanni að ég er reiðubúinn til að styðja hann. Ef það er vilji þingmanna Reykjavíkur að losna við þessa samgöngumiðstöð finnst mér sjálfsagt að standa með þeim í því. Ég vil láta þess getið líka að ef það eru fleiri framkvæmdir á vegum ríkisins hér í Reykjavík geti þeir treyst á mig ef þeir vilja losna við þær. Við skulum skera þær bara niður, ef þetta er vilji þeirra, því að við höfum aldrei ætlað að ganga neitt gegn þeim, heldur alltaf ætlað að standa með þeim ef þetta er vilji þeirra og ásetningur.