131. löggjafarþing — 112. fundur,  18. apr. 2005.

Frestur til að skila inn kauptilboðum í Símann.

[15:09]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Herra forseti. Þessu erindi verður svarað með eðlilegum hætti síðar í dag. Það er rétt að taka það fram að Ríkisendurskoðun fylgist með öllu þessu ferli. Ég hef rætt þessi mál við ríkisendurskoðanda og ég óskaði sérstaklega eftir því að Ríkisendurskoðun fylgdist með öllum þáttum þessa ferlis. Auðvitað er Ríkisendurskoðun stofnun Alþingis. Mér vitanlega hefur enginn þingflokkur á Alþingi óskað eftir því að Ríkisendurskoðun fylgist sérstaklega með þessu. Ég hef gert það og ég tel það sjálfsagt og nauðsynlegt. Ég vænti þess að Alþingi Íslendinga treysti eftirlitsstofnun sinni, Ríkisendurskoðun, til að hafa eftirlit með þessu máli eins og öllum öðrum.