131. löggjafarþing — 122. fundur,  4. maí 2005.

Jarðgangagerð.

751. mál
[11:25]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa forvitnilegu og mikilvægu fyrirspurn. Í kjördæmi mínu, Norðvesturkjördæmi, háttar þannig til að þriðjungur þess, þ.e. Vestfjarðahlutinn, býr við allsendis ófullnægjandi samgöngur, sama hvort um er rætt samgöngur inn á svæðið eða samgöngur innan svæðisins. Þegar við ræðum um samgöngur innan svæðisins fullyrði ég að við getum aldrei talað um fullnægjandi samgöngur fyrr en við erum búin að bora mörg jarðgöng, í fyrsta lagi til að tengja norður- og suðurhluta svæðisins og einnig til að tengja svæðið innan þeirra hluta, eins og reyndar er bent á í fyrirspurnum síðar í dag.

Ég hvet því til og tek undir með hv. fyrirspyrjanda að mikilvægt er að augu séu höfð vel opin fyrir því að fylgjast með framförum í bortækni og er reyndar nokkuð viss um að Vegagerðin (Forseti hringir.) stendur sig vel í því efni.