131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

592. mál
[11:12]

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það mun ekki ofsagt að þetta sé eitthvert vitlausasta frumvarp sem fram hefur komið í þinginu um lengri tíma. Hagsmuni neytenda á að tryggja með því að búa til talsmann þeirra sem á að vera undirkontóristi hjá forstjóra sem nú situr í Löggildingarstofu. Löggildingarstofa á samkvæmt breytingartillögu hv. meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar að gera þjónustusamning við sjálfa sig um það hvernig honum verður séð fyrir borði, stól og væntanlega símatækni. Í raun og veru er það stolt sem hæstv. ráðherra lýsir í brjósti sér yfir þessum málum stolt yfir því að hafa rangsnúið framfaramáli sem neytendur á Íslandi og Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir.

Það er ekki hægt að vera með í þessu, forseti. Ég segi nei.