131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[11:40]

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi forseti, að forseti hefur kveðið upp úrskurð. En ég er mjög ósátt við þennan úrskurð og óska eftir því að þetta verði tekið upp í forsætisnefnd. Ég heyrði ekki betur en hæstv. forseti segði að verið væri að greiða atkvæði um 4.1.5 1 Grunnnet og 1 Almenn verkefni þannig að hér var einungis verið að greiða atkvæði um 1. töluliðinn. Aðrir töluliðir geta ekki verið sjálffallnir þegar bara er verið að taka til atkvæða 1. töluliðinn. Ef aftur á móti aðrir töluliðir í þessum 2. kafla hefðu fallið hefðu aðrar tillögur á þskj. 1372 verið sjálffallnar. Ég óska því eftir að forsætisnefnd fjalli um þennan úrskurð og þessa niðurstöðu hæstv. forseta.