132. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[14:42]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé engin leið fyrir ríkisstjórn á hverjum tíma að fara með puttana í samkeppnisrekstur, eins og hv. þingmaður gefur til kynna að gera þurfi. Nú er það svo að ríkið á 100% í póstinum. Ég veit ekki betur en að ýmsar breytingar hafi orðið á starfi þess fyrirtækis þótt ríkið eigi það, vegna þess að það hafa orðið margvíslegar breytingar í heiminum. Menn eru hættir að skrifa bréf og það eru alltaf að verða ... (Gripið fram í: Nema í tölvupósti.) Já, það eru komnar tölvur, illu heilli. Það eru gífurlegar breytingar á tækni í heiminum sem hafa áhrif á fyrirtækin. Mér finnst hv. þingmaður stundum gleyma því.