132. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[15:08]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek það fram einu sinni enn að ég tel ljóst að þetta er skuldbindandi að samþykktu frumvarpinu en að sjálfsögðu verður að taka tillit til þess í fjárlögum hvers árs, eins og með öll önnur útgjöld ríkisins. Í fjárlögum hvers árs þarf ávallt að vera yfirlit yfir öll útgjöld ríkisins. Þar eru útgjöld sem menn ákveða fyrir hvert ár. En það er líka svo að við höfum skuldbundið okkur til lengri tíma í ýmsum málum og það er ekkert nýtt. Ef við byrjum á húsi, t.d. eins og spítala, þá hlýtur það að vera ásetningur okkar að ljúka við það. Það er ekki í fyrsta skipti sem það er gert á Íslandi.