132. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[13:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst strax á eftir, áður en gengið er til dagskrár, og er um stöðu útflutningsgreina. Málshefjandi er hv. þm. Sigurjón Þórðarson, hæstv. forsætisráðherra verður til andsvara.

Hin síðari hefst um kl. 3.30 í dag og er um Reykjavíkurflugvöll. Málshefjandi er hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson, hæstv. samgönguráðherra verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.