132. löggjafarþing — 16. fundur,  7. nóv. 2005.

Þjónusta barna- og unglingageðlækna.

[15:14]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er eitt sem hefur ekki komið fram í þessu máli, þ.e. að læknarnir hafa ekki klárað einingarnar enn þá. Það er vegna þess að forföll hafa verið í þeirra hópi þannig að ekki er ástæða til að stöðva þjónustu þeirra. Við höfum lýst því yfir að við viljum að þjónusta þeirra haldi áfram en ekki er kominn sá tími að þeir hafi klárað einingakvóta sinn. Þeir munu hins vegar gera það og við höfum lýst því yfir að við viljum bregðast við því. Það er alveg ljóst frá okkar hálfu, bæði landlæknis og heilbrigðisráðherra. Okkar afstaða liggur fyrir í þessum efnum.