132. löggjafarþing — 24. fundur,  17. nóv. 2005.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[17:55]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er verulegur munur á stefnu Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í þessu stóra máli. Samfylkingin hefur ákveðið að hún ætlar að berja að dyrum til þess að komast inn. Þeir sem fara í viðræður með því hugarfari ætla sér að komast alla leið, þeir ætla sér ekki að komast að því á leiðinni hvort þeir vilja fara inn. Það er ekki þannig, virðulegi forseti.

Stefna Samfylkingarinnar er skýr, þeir segja: Við ætlum að berja að dyrum og við ætlum inn. Framsóknarmenn segja hins vegar: Við ætlum að vera þar sem við erum og við höfum ekki tekið neina ákvörðun um að berja að dyrum.