132. löggjafarþing — 25. fundur,  18. nóv. 2005.

Varamenn taka þingsæti.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur, 8. þm. Suðvesturkjördæmis, dagsett 16. nóvember sl., sem hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að óska þess að 3. varamaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, frú Bryndís Haraldsdóttir markaðsfræðingur, Mosfellsbæ, taki sæti mitt á Alþingi á meðan frá 18. nóvember til 5. desember nk. Sigurrós Þorgrímsdóttir 1. varamaður situr nú á Alþingi og 2. varamaður, Þórdís Sigurðardóttir, er forfölluð.“

Þá hefur borist símbréf frá 2. varamanni Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Þórdísi Sigurðardóttur, dagsett 17. nóvember 2005, þar sem segir að sökum anna geti hún ekki tekið sæti á Alþingi fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur að þessu sinni.

Kjörbréf Bryndísar Haraldsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Bryndís Haraldsdóttir, 8. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]