132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Byggðastofnun.

[15:15]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég ætla að minna á að starfsmenn Alþingis eru búnir að reyna í tvo daga að nálgast þessa umræddu úttekt og þegar ég fór á skrifstofu mína um hádegi í morgun var engin skýrsla komin, hún kann að vera komin núna.

Ég veit að það þarf að endurskoða starfsemi Byggðastofnunar en ég veit líka að hún verður ekki starfhæf lengi samkvæmt lögum og er það ekki í dag og getur ekki lánað út ef hún fær ekki meira fjármagn til sín. Eins og ég sagði áðan þá eru fjárlög á lokastigi og það þarf líka að sækja um meira fjármagn til hennar á þessu ári.

Þess vegna ítreka ég spurningu mína til ráðherra: Ætlar hv. ráðherra að leggja til við gerð fjárlaga að stofnunin fái aukið fjármagn?

(Forseti (SP): Forseti vill taka það fram að hv. þingmenn ávarpi ráðherra með tilhlýðilegum hætti.)