132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Svör ráðherra við fyrirspurn um Byggðastofnun.

[15:39]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mér fannst hv. þm. Össur Skarphéðinsson ganga fulllangt í að nota liðinn um fundarstjórn forseta til að ræða málið áfram, ávirðingar á hæstv. ráðherra og það sem hann gat komið að undir þessum lið.

Hæstv. forseti. Þessi liður, fundarstjórn forseta, á að fjalla um það efni en ekki vera framhald á þeim umræðum sem voru hér á undan í þingsal. Ég ætla því að biðja hv. þm. Össur Skarphéðinsson að íhuga það mjög vandlega í framtíðinni hvernig hann nýtir þann rétt að ræða um fundarstjórn forseta.