132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[10:52]
Hlusta

Hjálmar Árnason (F):

Frú forseti. Það ber að þakka hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni fyrir athyglina á þeim merku þingsályktunum sem liggja fyrir en ég hygg að þetta sé dálítil sýndartillaga og lítið útfærð því nú liggur fyrir, hv. þingmaður, (Gripið fram í.) og vil ég vekja athygli á því, þingsályktunartillaga til efnislegrar meðferðar hjá hv. menntamálanefnd Alþingis. Þar er ætlunin að fara yfir með íþróttahreyfingunni, sem virðist ekki vera útfært hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni, í hvaða mót á að veita slíka styrki, til hvaða aldursflokka, hvert umfangið er og þar fram eftir götunum. Þegar það liggur fyrir getum við tekið afstöðu til þess hver hinn raunverulegi kostnaður er. Ég heiti á hv. þingmann að beita sér fyrir því eins og aðrir í menntamálanefnd að sú þingsályktun komi til síðari umr. og þá getum við tekið afstöðu til þessa mikilvæga máls. Ég þakka hv. þingmanni þann efnislega stuðning. (SJS: Þetta er bara jafnerfitt og olíumálið.)