132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:28]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Við St. Franciskusspítala í Stykkishólmi er unnið merkilegt starf og mikilvægt á sviði bak- og hálsaðgerða. Þar er langur biðlisti en möguleiki er á að vinna enn meir. Til þess skortir þó fjármagn. Það skortir fjármagn til að ráða einn sjúkraþjálfara og kaupa bekki svo hægt verði að fjölga þar móttökum. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs leggjum því til að varið verði 15 millj. kr. í að styrkja háls- og bakdeildina við St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Ég vona að þingheimur taki undir það. (Gripið fram í: Er það í þínu kjördæmi?)