132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[13:49]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar elli- og hjúkrunarheimili vitum við og höfum náttúrlega fengið þær upplýsingar í fjárlaganefnd að mörg af þeim heimilum eru í ákveðnum vanda í rekstri sínum. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir okkur að fá upplýsingar til að vita nákvæmlega um hvað málið snýst og því miður höfum við ekki fengið þær nákvæmlega. Að öðru leyti hef ég engu við þetta að bæta. Ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður komi að þessu í ræðu sinni á eftir og við skulum sjá til hvort við munum eiga orðastað þá frekar.