132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:06]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs vill með þessari tillögu sýna í verki stuðning við Listdansskóla Íslands. Í stað þess að leggja skólann niður og einkavæða starfsemina viljum við hlusta á þá sem þekkja best til. Við viljum hlusta á kennara skólans, á nemendur skólans og á listamennina sjálfa. Allir þessir aðilar vara við áformum og ákvörðunum hæstv. menntamálaráðherra. Það á að hlusta á fólk sem býr yfir reynslu. Það á að hlusta á rödd skynseminnar.

Hæstv. menntamálaráðherra lætur þrönga pólitíska hugmyndafræði vísa för. Sú hugmyndafræði er að leiða okkur í ógöngur og valda þessari listgrein miklu tjóni. Það er enn þá hægt að snúa til baka og þessi tillaga Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er tilraun í þá átt.