132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:28]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Í fyrsta lagi er þörf á að bæta kjör öryrkja, þess fólks sem býr við skerta starfsorku, er óvinnufært vegna slysa, sjúkdóma eða fötlunar. Í öðru lagi þarf að þvo þann smánarblett sem féll á Alþingi fyrir tilverknað núverandi ríkisstjórnar þegar hún sveik Öryrkjabandalag Íslands. Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga var gerður samningur við Öryrkjabandalag Íslands Að kosningunum loknum var sá samningur svikinn. Þetta er tilraun stjórnarandstöðunnar á þingi til að þvo þennan smánarblett af ríkisstjórninni.