132. löggjafarþing — 37. fundur,  7. des. 2005.

Dreifikerfi Ríkisútvarpsins fyrir stafrænt sjónvarp.

188. mál
[16:02]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tel að hér þurfi að mörgu að gá. Þannig er að í fjölmiðlavinnu sem allir flokkar áttu fulltrúa í og var tiltölulega vönduð urðu menn sammála um að búa til ákvæði um flutningsskyldu og flutningsrétt m.a. til þess að Ríkisútvarpið fengi tryggan aðgang að öllum þeim dreifikerfum sem í gangi væru. Þá virðist það vera eftir að athuga um þá sem ekki hafa nein slík dreifikerfi en með samvinnu við þá einkaaðila sem eru að undirbúa framtíðarlausnir — þær lausnir sem við erum með núna eru fæstar af því tagi — ætti að vera hægt að koma því þannig fyrir að Ríkisútvarpið losnaði við þennan kostnað. Það er vilji t.d. núverandi útvarpsstjóra að beina kröftum Ríkisútvarpsins að dagskránni en losa það við þann kostnað sem það þarf sannarlega ekki að hafa.