132. löggjafarþing — 38. fundur,  7. des. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:42]
Hlusta

Frsm. meiri hluta iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þær rannsóknir sem hér er verið að leggja til eru náttúrlega mikilvægar út frá rammaáætluninni. Ég veit að við hv. þingmaður erum sammála um að mikilvægt sé að rannsóknir fari fram til að móta þá rammaáætlun sem við þurfum að nota í framtíðinni.

Hæstv. forseti. Það kom líka fram í máli mínu áðan að hópur sérfróðra manna hefur farið yfir málið frá því síðastliðið vor og viðað að sér upplýsingum og mun síðan aðstoða þá nefnd sem meiri hlutinn lagði til, í því starfi að móta framtíðarfyrirkomulag í þessum málaflokki. Það er alveg ljóst að vinna er í fullum gangi hvað þetta varðar. Það er mjög skýr munur milli rannsóknarleyfis og nýtingarleyfis. Nýtingarleyfið verður að fara í mat á umhverfisáhrifum. Um það er ekki deilt þannig að það er ákveðinn þröskuldur þar á milli.