132. löggjafarþing — 45. fundur,  18. jan. 2006.

Jafnstöðuafli.

316. mál
[13:29]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég hefði nú talið áhugaverðara að menn væru hér að tala um jafnstöðusókn til að fá þá raunverulega mælingu á fiskmagni á veiðislóðinni á hverjum tíma. Það var þannig, hæstv. forseti, að frá árunum 1920 fram til 1990 var meðalafli þorsks á Íslandi í kringum 290 þús. tonn í 70 ár. Frá 1990 til dagsins í dag er meðalaflinn á Íslandsmiðum um 220 þús. tonn. Það munar 70 þús. tonnum frá því sem var og því sem hefur verið. Ég held að það sé mjög áhugavert að láta sóknina sýna okkur sveiflurnar í þorskstofninum milli ára og þess vegna væri jafnstöðusókn miklu æskilegri heldur en að ákveða jafnstöðuafla sem menn geta einfaldlega ekki spáð fyrir um. Það hafa dæmin sýnt. Dæmin sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson tók hér áðan varðandi þorskinn annars vegar og ýsuna hins vegar sýna að framtíðarspá milli ára um þetta er ekki mjög markviss.