132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[14:00]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Enn og aftur fer hrópandinn að vestan með rangfærslur. Annars vegar er það þannig með stofnanasamningana að það er ekki búið að gera þá. Hvernig getur hv. þingmaður Einar Oddur Kristjánsson vitað hvernig þeir eru? Það er ekki búið að gera þá. Það er verið að vinna í þeim.

Hins vegar, varðandi launahækkanir í samningunum 2001 þá vissu þeir sem þar skrifuðu undir nákvæmlega hvað það mundi þýða. Þeim samningum fylgdu launapottar og menn vissu nákvæmlega hvernig ætti að fara með þá. Enn og aftur býð ég hv. þingmanni kjarasamninginn til lestrar.