132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Afbr.

[16:21]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Við fulltrúar Samfylkingarinnar í iðnaðarnefnd flytjum þessa breytingartillögu með fulltrúum meiri hlutans. Hér er orðið við þeim tillögum sem við höfum áður flutt um breytingar á gildandi lögum til að skýra og takmarka tryggilega gildandi heimildir iðnaðarráðherra til að úthluta nýtingarleyfi þannig að það nái aðeins til hitaveituþáttarins og engin leið sé að misskilja þann þátt í gildandi lögum eins og raunar henti ráðherrann sjálfan að misskilja eigið frumvarp í þessu grundvallaratriði. Ég held að það sýni nú þá nauðsyn sem er á að skýra gildandi lög í þessu. Ég þakka stjórnarmeirihlutanum í iðnaðarnefnd þá góðu samvinnu sem þar tókst og ekki síst starfandi formanni hennar, hv. þm. Einari Oddi Kristjánssyni, og þingflokksformanni Framsóknarflokksins, hv. þingmanni Hjálmari Árnasyni. Það reyndist ekki flókið mál að finna lausn á þessu máli sem þingheimur að stærstum hluta gæti sameinast um þó það hafi ekki tekist í ráðuneytinu. (Forseti hringir.)