132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:24]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti frábiður sér svona ávirðingar frá hv. þingmanni þar sem forseti lagði sig fram um að ná sátt í þessu máli. Eftir að hæstv. iðnaðarráðherra hafði tekið til máls var þingfundum frestað hér ítrekað og forseti beitti sér fyrir því að haldinn var fundur í iðnaðarnefnd þar sem málin voru rædd. Þar komst á samkomulag meðal allra flokka nema við Vinstri græna sem tóku ekki þátt í því samkomulagi. Þá fyrst var 2. umr. haldið áfram um málið þegar málin höfðu verið skýrð.