132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:26]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg):

Frú forseti. Ég sat fund iðnaðarnefndar þar sem gert var hlé á störfum nefndarinnar til að plotta í bakherbergjum um framvindu málsins. Minni hluti Samfylkingar og Frjálslyndra féllst á málamiðlunartillögu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og er reyndar athyglisvert að sjálfur hv. þingflokksformaður Framsóknarflokks kom þar inn sem varamaður. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í störfum þingsins og umhverfismálum og sýnir auðvitað að það er Vinstri hreyfingin – grænt framboð sem stendur einn flokka í lappirnar þegar kemur að umhverfismálum hér á landi.