132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[19:15]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður bar upp spurningu áðan um hvenær og hvað þyrfti til að selja. Tímans vegna var ekki hægt að fara nákvæmlega yfir það en þá umræðu þyrfti auðvitað að taka ef menn væru á þeim buxunum að ætla sér að selja. Þar þarf að huga að ýmsum þáttum, t.d. verði og þeim þætti sem snýr að afhendingaröryggi og hvernig ætti að afhenda. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að fara í gegnum í þeirri umræðu. Ég er sannfærður um að bæði ég og hv. þingmaður sjáum margt sem þyrfti að fara í gegnum og ná saman um ef menn ætluðu að selja. Þess vegna er ekki tímabært að taka þá umræðu til botns og í rauninni ekki hægt á þessari stundu.