132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[17:46]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mundi sannarlega fagna því að heilbrigðis- og tryggingamálanefnd færi yfir þá greinargerð sem liggur fyrir, sem hún að sjálfsögðu mun gera, og vonandi fær þetta mál þinglega meðferð. Ég er viss um að fulltrúar allra heilbrigðisstétta, landlæknir, Lýðheilsustöð, helstu sérfræðingar okkar á þessu sviði og tölfræðingar ef með þarf, eru tilbúnir til að koma á fundinn og meta þær fjölmörgu rannsóknir sem fyrir liggja. Ég held að mönnum geti borið saman um það, þegar litið er á allar rannsóknir samanteknar, að öll rök hníga að því og niðurstöður benda til þess að óbeinar reykingar hafi skaðleg áhrif. Það er auðvitað meginmálið.