132. löggjafarþing — 59. fundur,  6. feb. 2006.

Íslensk leyniþjónusta.

[15:18]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Snertir ekki það sem hæstv. dómsmálaráðherra er að fjalla um. — Ég er að vekja máls á atriðum sem ég tel mjög mikilvægt að Alþingi taki til skoðunar í tengslum við hugsanlegar breytingar á þessu fyrirkomulagi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég spyr einnig um hegningarlög. Þar er kveðið á um skilgreiningar á landráði m.a. á eftirfarandi hátt, með leyfi forseta:

„Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, …“ Er ástæða til að taka hegningarlögin að þessu leyti til gagngerðrar endurskoðunar? Menn hafa þá horft á óvini ríkisins. Getur verið að óvinir og hugsanlegir brotamenn í þessum efnum sitji við stjórn ríkisins? Ég er t.d. að vísa í það þegar íslensk stjórnvöld skuldbundu íslensku þjóðina til árása á erlendar þjóðir og þá er ég að sjálfsögðu að vísa í Afganistan og Írak.

(Forseti (SP): Hv. þingmaður gæti orða sinna.)