132. löggjafarþing — 59. fundur,  6. feb. 2006.

Hækkun raforkuverðs.

[15:29]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Mér er mjög vel kunnugt um hvernig þetta nýja fyrirkomulag er hugsað. Það byggist á dreifingu, flutningi og sölu. Það er bara einn þáttur í þessu kerfi sem er í raun hreyfanlegur og til samninga í þessu nýja samkeppnisumhverfi og það er orkuþátturinn sjálfur, það er verðið á orkunni því að dreifingin og flutningurinn eiga ekki að hafa áhrif á endanlegt verð eða a.m.k. ekki flutningurinn þar sem hann er jafnaður út.

Ég vil ítreka það að mér finnst ekki skynsamlegt að við séum að eyða tíma á hv. Alþingi til að taka fyrir einn og einn reikning. Ég held að það sé skynsamlegra að við tölum um þetta í heild sinni þegar skýrslan kemur hérna til umfjöllunar og ég er ekki hrædd við að fara í þá umræðu.