132. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2006.

Hafnalög.

380. mál
[11:25]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að fara í einhverja samkeppni hér við hv. þm. Kristján L. Möller um hver er að verða sammála hverjum enda skiptir það kannski ekki öllu máli og ekki heldur hver setti málið fyrst fram. En ég leyfi mér nú samt að fullyrða að hv. þm. Jón Bjarnason hefur barist hvað ötulast fyrir því að strandsiglingar verði teknar upp á ný og útboðsleiðin er sennilega mjög skynsamleg í þeim efnum.

Auðvitað ætla ég heldur ekki að fara í stjórnarmyndunarviðræður við Samfylkinguna en ég fagna þeim samhljómi stjórnarandstöðunnar sem er í þessu máli.