132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:12]
Hlusta

Frsm. meiri hluta iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Að taka upp trú frjálshyggjumanna á séreigninni, segir hv. þingmaður eins og hún sé hluti af kommúnistaflokki. Er þá rétt að taka þessi réttindi af landeigendum? Ég fór yfir það áðan að Karl Axelsson hefur farið yfir það (Gripið fram í.) að ef við skilgreinum þessi réttindi sem nýtingarrétt þá brjótum við hugsanlega í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta segir einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar á sviði eignarréttar.

Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir hefur kannski aðra skoðun en lektor við Háskóla Íslands, sem hefur sérhæft sig á þessu sviði. En það er alveg á hreinu að Framsóknarflokkurinn mun ekki standa fyrir því og hefur aldrei staðið fyrir því að taka upp eignarréttindi landeigenda í landinu, fólks sem hefur keypt jarðir sínar og stundað þar búskap eða frístundir. Það kemur ekki til greina að þau réttindi verði tekin af landeigendum.