132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Áhrif veiða á erfðagerð þorsksins.

184. mál
[14:08]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég er á því að þessi umræða um erfðafræðina sé á algerum villigötum. Ég segi það vegna þess að menn hafa séð að þorskur í Breiðafirðinum hefur verið hægvaxta en þegar honum hefur síðan verið gefið að éta og hann hefur verið settur í fiskeldisker hefur nánast mátt horfa á hann stækka þannig að ekki hafa erfðirnar verið að þvælast fyrir honum þar.

Hins vegar verða hæstv. ráðherrar og hv. þingmenn að íhuga þversögnina sem felst í því að stærstu hrygnurnar komi alltaf á legg lífvænlegustu hrygnunum. Hvað ætti það að þýða í erfðafræðilegu samhengi? Við ættum ekki að hafa áhyggjur af þessu vegna þess að þær stóru sem hrygna munu auðvitað hafa árangur sem erfiði og koma sínum afkvæmum á legg á meðan minni ná ekki árangri.

Hins vegar verða menn að gæta að því að þegar og áður en fiskur kemur inn í veiðarnar þá virka aðrir þættir, þá virka náttúruleg afföll. Áður en fiskur kemur inn í veiðarnar virka þau eingöngu og ekki veiðarnar. Þá er ekkert stærðarval.