132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Malarnám í Ingólfsfjalli.

532. mál
[15:14]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Hér hefur verið lögð fram fyrirspurn um malarnám í Ingólfsfjalli. Þetta er svona eins og fréttaskot fréttastjóra Frjálslynda flokksins, líkt og með jarðskjálftann um daginn. Mér er spurn hverju menn eru í raun að leita eftir. Við verðum að líta á þá staðreynd að þetta efni vantar á svæðið. Íbúar í Ölfusi og Árborg og reyndar á stærra svæði þurfa á þessu efni að halda. Það er talið að það kosti hálfa til eina millj. kr. ef þetta efni verður sótt í Lambafellið. Það er sá aukni kostnaður sem hver íbúðareigandi í Árborg verður fyrir, þ.e. skuldir heimilanna í Árborg hækka upp undir milljón krónur í byggingarkostnaði, og við verðum að komast að niðurstöðu um að þetta efni þarf að fást og (Forseti hringir.) fást sem ódýrast.