132. löggjafarþing — 87. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[11:04]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það hvort færa skuli vatn undir séreignarrétt. Hingað til hefur það gilt að það væri aðeins nýtingarréttur á vatni, hagnýtingarréttur, sem við hefðum í rauninni heimild til að véla um. Hér er verið að stefna að einkavæðingu á vatni. Ég segi fyrir mig að ég er því fullkomlega andvígur. Vatn á að vera auðlind okkar allra. Það getur verið sérgreind, hagnýt réttindi í hverju tilviki sem tilgreint er en ég greiði atkvæði gegn framseljanlegri einkaeign á vatni, frú forseti, og er algerlega andvígur þessum lögum í heild.