132. löggjafarþing — 88. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[14:41]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég átta mig ekki alveg á því hvort hv. þingmaður var í andsvari við mig eða Ögmund Jónasson. En það er ástæða til að árétta það, vegna þess að hv. þingmaður virðist ekki hafa náð því þegar ég flutti ræðu mína áðan, að við erum ósammála þeirri leið að geirnegla og lögfesta einkaeignarrétt á vatni, fullkominn einkaeignarrétt á vatni, en það er svo til þannig orðað í greinargerð með þessu frumvarpi. Við erum ósammála því vegna þess að til framtíðar litið teljum við beinlínis hættulegt að lögfesta einkaeignarrétt á vatni um ókomna framtíð.

Frú forseti. Til að svara spurningu hv. þingmanns get ég sagt að ég veit ekki til hvaða ummæla hann var að vitna. Ég er ansi hrædd um að hann gæti verið að leggja mönnum orð í munn. Þetta var jú ekki bein tilvitnun. Ég get sagt honum að stjórnarandstaðan hefur verið sammála í andstöðu sinni gegn vatninu. Við munum án efa, þótt einhver örlítill munur geti verið á afstöðu okkar til ákveðinna ákvæða, ná samstöðu um lendingu í því máli komi þegar að því kemur. Við munum ná samstöðu um það.