132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[16:18]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef öngvu við það að bæta sem hæstv. ráðherra sagði. Það fór vel og hefði farið vel með vatninu. En mig langar að spyrja:

Fiskræktarsjóður er getulaus og hann nefndi hæstv. ráðherra áðan. Hvers vegna er ekki frumvarp um Fiskræktarsjóð hér með öðrum frumvörpum? Og hvernig stendur á því að menn gera ekki ráð fyrir því að láta þá sem mest nýta af vatni á Íslandi koma til liðs við Fiskræktarsjóð og þá möguleika sem hann getur gefið til að taka á þeim málum sem hæstv. ráðherra nefndi? Ég taldi mig hafa fréttir af því að hér ætti að koma frumvarp um Fiskræktarsjóð. Hver er ástæðan fyrir því að það er hér ekki? Ég spyr hæstv. ráðherra og bið hann að svara skýrt og greinilega um það mál. Því það er full ástæða til að það verði upplýst. Ég hvet nefndarmenn, þegar þeir fá þessi mál í hendurnar, til að fara yfir það mál nákvæmlega og spyrja ráðherra þá betur eftir því þegar þar að kemur.