132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[17:23]
Hlusta

Gunnar Örlygsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Eins og málið lítur út núna, svo að ég svari spurningu hv. þm. Valdimars Leós Friðrikssonar, þá er það mitt markmið í meðförum landbúnaðarnefndar að fá einhverju breytt í 27. gr. frumvarpsins. Ég á frekar von á því að ég muni leggja fram breytingartillögu í meðförum þingsins um algjört bann á netaveiðum, þó með þeim takmörkunum sem ég nefndi áðan.

Ég hef ekki kynnt mér netaveiði á silungi í sjó nógu vel en mun að sjálfsögðu gera það í meðförum málsins.