132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Þýðingar kjarasamninga á erlend tungumál.

617. mál
[12:30]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Þetta er allt saman góðra gjalda vert en ég hef heyrt það á umliðnum árum hjá íslensku starfsfólki sem fær erlent starfsfólk við hliðina á sér að það sé gott mál að þýða kjarasamninga o.s.frv. en það eru ýmsir sem koma með spurningar um hvort ekki sé hægt að bæta okkur upp þann kostnað í launum sem þarna er um að ræða fyrir erlent starfsfólk. Ég veit að margoft hefur verið spurt um þetta á vinnustöðum þar sem mikið er um erlent eða innflutt starfsfólk. Ég held að það væri athugandi hvort það væri einhvern veginn hægt að bæta fólki upp á svipaðan hátt þann kostnað sem þessu fylgir.

Staðreyndin er náttúrlega að erlent starfsfólk er í ýmsum umönnunarstörfum sem erfitt er að fá íslenskt starfsfólk í og það hlýtur að vera fyrst og fremst út af launakjörum.